Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 18

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 18
f. Össur Skarphéðinsson: „Mér finnst það lýsandi fyrir viðhorf þessarar ríkisstjórnar til öryrkja að það skuli hafa þurft slagsmál til að koma í veg fyrir að eingreiöslur til þeirra sem hafa lent í slysum yrðu skattlagðar.“ Kaldranalegt viðhorf tíl lífeyrisþega að kom mér verulega á óvart að eitt fyrsta verk Ingibjargar Pálmadóttur í embætti heilbrigðis- ráðherra skyldi vera að auka kostn- að á öryrkjum. Hún hélt á fjórða hundrað ræður sem flestar voru gegn þjónustugjöldum meðan hún var í stjórnarandstöðu en hefur þvert á móti aukið þau eftir að hún komst til valda. Þetta segir Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis um störf heilbrigðis- ráðherra og hann bætir því við að annað hvort hafi hún talað þvert um hug sér eða að Sjálfstæðisflokkurinn ráði því sem hann vill ráða í stjómarsamstarfinu. Óskiljanlegar reglur - Auk þess að fækka verulega bfla- styrkjum til hreyfihamlaðra hefur ráð- herra hert og flækt reglur um endur- greiðslur til þeirra sem lent hafa í mikl- um kostnaði við lyf og læknisaðstoð. Það skilur þær enginn lengur. ekki einu sinni formaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar Alþingis. Þá hefur hún hækkað lágmarksgjöld á tilteknum lyfj- um, en það sem ber hæst núna er þó af- nám uppbótar á örorkulífeyri til þeirra sem hafa svo mikinn lyfja- og læknis- kostnað að þeir geta ekki framfleytt sér án uppbótarinnar. Nú fellur þetta niður sem er gífurleg breyting fyrir þá sem eru verst settir. Og til þess að kóróna segir Össur Skarphéð- insson formaður heil- brigðis- og trygginga- nefndar Alþingis um niðurskurðinn í tryggingakerfinu aðförina þurfa þessir öryrkjar einnig að greiða afnotagjald Ríkisútvarpsins sem þeir hafa verið undanþegnir. Það skilur enginn af hverju þetta er gert. Þriðja dæmið um aðför ráðherra að kjörum lífeyrisþega er æði kaldranalegt. Þar á ég við þá ákvörðun að tenging tekjutryggingar við fjármagnstekjur skuli taka gildi hjá lífeyrisþegum fjór- um mánuðum fyrr en hjá öðrum. Jaðar- skattar koma hvergi jafnharkalega niður og á öryrkjum og nú á enn að auka þá með því að auka tillit til tekna við á- kvörðun grunnlífeyris. Þótt hækkunin nemi fimmtungi geta jaðarskattsáhrif hennar í sumum tilvikum verið mun meiri eða allt að 80% og jafnvel 100% í vissum tiivikum. Síðast en ekki síst má nefna að á síðasta kjörtímabili var ákveðið að 15% lífeyrisgreiðslna skyldu ekki bera skatta og átti það að gilda til fimm ára. Þetta nam núverandi ríkisstjóm úr gildi eftir aðeins eitt ár. Hvorki vit né sanngirni - Það hefur verið mikill slagur í þinginu vegna kjaraskerðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal var tekist á um þá fyrirætlan stjómarinnar að taka bflakaupalánin af hreyfihömluðum. Það tókst að koma í veg fyrir að þessi lán yrðu algerlega afnumin. Mér finnst það lýsandi fyrir viðhorf þessarar ríkisstjómar til öryrkja að það skuli hafa þurft slagsmál til að koma í veg fyrir að eingreiðslur til þeirra sem lent hafa í slysum yrðu skattlagðar. Það er sjálfsagt að spara og hagræða í þessum málaflokki eins og öðrum ef það er gert af viti og sanngimi. En það er ekkert vit í handahófskenndum sparnaði á borð við lokun deilda á sjúkrahúsum. Það er enginn sparnaður því þetta kemur fram annars staðar, bæði í beinhörðum peningum og ekki síður í þjáningum þeirra sem þurfa að bíða eftir aðgerðum og þjónustu en þær verða ekki mældar. Hvað sanngirnina varðar þá skuld- um við þessu fólki. Lífeyrisþegar hafa gefið til sameiginlegra sjóða á ákveðn- um forsendum og okkur ber siðferðileg skylda til að sjá til þess að þeim líði vel. Almannatryggingakerfið byggist á kristilegri manngildishugsjón sem felst í orðunum um að það sem þú vilt að aðrir gjöri þér skalt þú og þeim gjöra. Við borgum til kerfisins í krafti þess að fá það sama til baka, segir Össur Skarp- héðinsson. -ÞH 0 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.