Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 25

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 25
 a «... .|.suauKH«ikw. r 1 nv W i f 1 £ JT ppt 1 1 f --l Grensásdeild á að sinna endurhæfingu fyrir bæði stóru sjúkrahúsin. verður ekkert sinnt á þessu ári en lík- lega á næsta ári. Þetta hús er komið til ára sinna og var upphaflega hannað sem hjúkrunarheimili fyrir aldraða en breytt á byggingatímanum. Hér vantar því ým- islegt sem þyrfti að vera sérhannað fyrir endurhæfingardeild. Hér eru öll salemi til dæmis of lítil til að starfsfólk eigi auðvelt með að aðstoða mikið fatlaða sjúklinga. Maöur fer að efast Hefur þessi niðurskurður ekki áhrif á starfsandann og afköstin? - Jú, það fylgir alltaf töluverður órói og kvíði þessum sparnaðarhviðum. Þetta ár hefur verið óvenjuslæmt því við eram búin að ganga í gegnum þrjár slík- ar hrinur hér á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meðan þær standa yfir sinnum við varla öðru, fagleg uppbygging liggur niðri á meðan og öll orka okkar stjómendanna fer í að mæta spamaðarkröfunum. Við erum með mjög hæft starfsfólk hérna sem vinnur sín störf af bestu getu en það er mjög erfitt að hafa þjóðfélagið á bakinu. Við eigum líka bágt með að kyngja því að við sem störfum í heilbrigðis- kerfinu séum svona miklir bruðlarar. Okkur finnst við þvert á móti mjög sparsöm enda emm við Islendingar í 16. sæti innan OECD hvað varðar kostnað við heilbrigðiskerfið. En þegar sífellt er klifað á því hve miklu við eyðum fer ekki hjá því að maður fari að efast. Þú nefndir að þið gœtuð ekki annað eftirspurn, er hún alltaf jafnmikil? - Já, það virðist vera svo. Hins veg- ar þyrfti að gera athugun á því hversu margir þurfa endurhæfingar við hér á landi. Grensásdeild er eina stofnunin hér á suðvesturhorninu, auk öldrunar- lækningadeilda, sem veitir frumendur- hæfingu. Hingað kemur fólk strax eftir heilablóðfall og 1-3 vikum eftir slys, það er misjafnt eftir því hversu veikt það er. Aðrar stofnanir taka svo við í framhaldi af okkar starfi. Það hefur orðið breyting á samsetn- ingu þeirra sem hingað koma eftir slys. Þeim sem hafa orðið fyrir mænuskaða í bflslysum hefur fækkað úr 10-15 á ári í 4-5 eftir að öryggisbeltin vora lögleidd í bifreiðum. Maður verður ákafur fylgis- maður öryggisbelta við það að starfa hér. Hins vegar hefur sundlaugarslysum fjölgað nokkuð. En það þurfa fleiri endurhæfingu en þeir sem skaddast á mænu. Eg nefndi áðan þá sem fá heilablóðfall og blóð- tappa en bætt meðferð þeirra hefur skil- að meiri árangri fyrir þessa einstak- linga. Nú koma þeir hingað í endurhæf- ingu um leið og bráðaástandi lýkur, enda sýnir reynslan að það næst betri árangur ef fólk kemur strax inn á sér- hæfða deild. Auk þess koma hingað þeir sem verða fyrir fjöláverkum af völdum slysa. Á að flytja Grensásdeild? Nú heyrðist sú tillaga í sumar þegar rætt var um spamað í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur hvort ekki væri réttast að flytja alla starfsemi Grensásdeildar nið- ur á Borgarspítala. - Já, það má færa ýmis rök fyrir því. Það væri eflaust ódýrara að hafa sjúk- lingana niður frá og hvað varðar þá sem þurfa á bráðataugalækningum að halda þá er ekki gott að þurfa að flytja þá oft á milli húsa til rannsókna. Það er hins vegar ekkert pláss fyrir endurhæfinguna á Borgarspítalanum sem stendur. Ef hugmyndin um að flytja geðdeildina niður á Landspítala verður að veruleika losnar þó ef til vill pláss. Á móti er svo hægt að færa ýmis rök á borð við þau að hér ríki mjög gott andrúmsloft sem hjálpar til við meðferðina. Hér er sér- hæfð sundlaug fyrir fatlaða, en stað- reyndin er sú að einungis 13% þeirra sem nota hana eru sjúklingar deildarinn- ar, hinir koma utan úr bæ. Sameining sjúkrahúsa Þú minntist á sameiningu deilda, hvað um sameiningu stóru sjúkrahús- anna tveggja, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala? Hvernig líst starfsfólk- inu á hana? - Það má segja að nú sé unnið að aukinni samvinnu sem kemur fram í því að öldrunardeildir beggja sjúkrahúsa sameinast á Landakoti og Grensásdeild mun þjóna bæði Sjúkrahúsi Reykjavík- ur og Landspítala á sviði endurhæfing- ar. Áður en frekari sameining getur orð- ið að veruleika þarf að gera athugun á því hvort hún er hagkvæm. Að þeirri at- hugun lokinni þarf svo að taka pólitíska ákvörðun um það hvort af sameiningu verður. En ég er sannfærð um að það yrði auðveldara að sameina Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítala en það var að sameina Borgarspítala og Landakot, segir Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri. -ÞH SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.