Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 19

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 19
Byrjað á öfugum enda / segir Guðríður Olafsdóttir formaður Sjálfsbjargar um skerðingu á uppbót vegna mikils lyjja- og lækniskostnaðar Guðríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar: „Við reynum að þrýsta á stjórnvöld með öllum þeim aðferðum sem við höfum yfir að ráða, en það virðist ekkert bíta.“ r þeim ráöuneytum sem fara meö málefni fatlaöra gildir alls staöar sú stefna aö halda kostnaöi niðri eins og unnt er, segir Guðríöur Ólafsdótt- ir formaöur Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaöra. - Oft er þessu aö- haldi beitt meö þeim hætti aö fóik finnur verulega fyrir því. Skerðing á uppbót til þeirra sem hafa mikinn kostnað af lyfjum og lækn- isaðstoð er dæmi um slíkt aðhald. Sú skerðing nær til þeirra sem hafa 75.000 krónur eða þar yfir í brúttótekjur eða eiga 2,5 milljónir í eignum. Þetta getur numið 8-9.000 krónum á mánuði og auk þess 2.000 kr. í afnotagjald RÚV. Það munar um minna fyrir fólk með lágar tekjur. Vissulega má segja að það þurfi að endurskoða reglurnar um þessa uppbót en með þessu móti er byrjað á öfugum enda. I stað þess að Tryggingastofnun sé falið að endurskoða reglurnar er byrj- að á að setja nýja reglugerð og svo er stofnuninni falið að leita uppi þá sem eru ofan við tekju- og eignamörkin. Bflakaupastyrkir tekjutengdir? - Annað dæmi eru slysabæturnar sem fólk fær sem lent hefur í slysum og eiga að duga því til æviloka ásamt vöxt- um. Nú verða vextirnir skattlagðir um 10% frá og með næstu áramótum, auk þess sem 50% af fjármagnstekjum skerða bætur almannatrygginga. Það er búið að fækka bílakaupa- styrkjum til hreyfihamlaðra úr 650 í 335 á ári þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir þessum styrkjum. Með þessu er hætta á að þessir styrkir verði eigna- og tekju- tengdir í framtíðinni í stað þess að ráð- ast af líkamlegri þörf. Það verður að láta læknisfræðilegt mat á hæfni fólks ráða styrkveitingunum því þótt fólk hafi góðar tekjur getur bíll verið forsenda þess að viðkorriandi haldi þeim tekjum. Þá hefur verið ákveðið að þessir styrkir séu ekki veittir eftir að fólk nær sjötugs- aldri. Það ætti að veita styrki meðan fólk getur ekið. Við óttumst að á næsta ári verði gripið til enn frekari skerðingar. I fjár- lagafrumvarpinu segir að ætlunin sé að ná til baka því sem stofnanir ríkisins hafa farið fram úr fjárlögum. Það táknar að fleiri deildum sjúkrahúsa verður lok- að á næsta ári og biðlistar lengjast. Það er erfitt fyrir fólk sem fær faglegt mat læknis á því að það þurfi nauðsynlega á aðgerð að halda en svo er upp undir tveggja ára biði eftir henni. Margir geta ekki lifað án þess að taka verkjalyf og þegar biðin er orðin svona löng eru lyf- in jafnvel orðin dýrari en sjúkrahúsvist- in. Ekkert bítur á stjórnvöld Verðið þið mikið vör við vandrœði fólks vegna skerðingarinnar? - Já, fólk hefur mikið samband við Sjálfsbjörg þegar það er sárþjáð. Við reynum að þrýsta á stjórnvöld með öll- um þeim aðferðum sem við höfum yfir að ráða, en það virðist ekkert bíta, segir Guðríður. Hún bætir því við að öryrkjum fjölgi um 7% á ári. í tilefni af 60 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins var Há- skóla Islands falið að gera könnun á or- sökum örorku hér á landi og kvaðst Guðríður bíða eftir niðurstöðum hennar. - En ég vona að Alþingi beri gæfu til þess að útvega Tryggingastofnun hentugra húsnæði en stofnunin er í nú. Það væri verðug afmælisgjöf að stofn- unin fengi til umráða aðgengilegra hús- næði á aðgengilegri stað þar sem hægt er að taka á móti öldruðu fólki og ör- yrkjunt með sóma, sagði Guðríður að lokum. SJÁLFSBJÖRG (^)

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.