Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 23

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 23
1. verðlaun Norðurlandi vestra Hjólastóllinn er hækja fóta minn. Hjólastóllinn er styrkur handa minna. Hjólastóllinn er hafskip vona minna. Hjólastóllinn er heimild tilveru minnar. Hjólastóllinn er hátindur útsýnis mín. Samt held ég í vonina um að losna úr honum. Elísa Kristín Arnarsdóttir, Húnavallaskóla. 3. verðlaun Norðurlandi vestra Ég sit og horfi; ég er föst í hjólastól. s Eg kemst ekki mína leið. Ég horfi á bíóið en ég kemst ekki inn. / Eg horfi á skólann en kemst ekki inn. Ég horfi á sjoppuna en kemst ekki inn. Ég sit og horfi; ég er föst. Kristín Birgisdóttir, Húnavallaskóla. ins mynd eftir Birki Viðar Reynisson í Grunnskóla Ólafs- víkur, en hann hlaut fyrstu verðlaun á Vesturlandi. Á myndinni er strákur í herberginu sínu. Strákurinn er eins og aðrir strákar, þótt hann noti hækjur, og herbergið hans er eins og hjá öðrum strákum, ósköp venjulegt og endur- speglar fyrst og fremst persónu hans og áhugamál. Fyrstu verðlaun á Vestfjörðum hlaut Helgi Magnússon í Grunn- skóla Bíldudals. Hann málaði myndina „Enginn veit sína ævi“. Mörg ljóð bárust að þessu sinni og hlaut Elísa Kristín Arnarsdóttir í Húnavallaskóla fyrstu verðlaun á Norðurlandi vestra fyrir ljóðið um hjólastóllinn. Þessi verðlaunaverk eru birt í blaðinu ásamt fleiri verkum úr keppninni. Sjálfsbjörg þakkar öllum þeim, sem þátt tóku í keppn- inni og óskar vinningshöfum til hamingju fyrir frábærar hugmyndir, bæði í máli og myndum. 2. verðlaun Norðurlandi vestra Af hverju eru ekki allir skólar, íþróttahús og allir vinnustaðir byggðir þannig að allir komist inn hjálparlaust? Hverjir ráða þessu? Bæjarstjómin, ríkisstjómin, arkitektinn eða við? Getum við ekki breytt þessu? Kolbeinn Aðalsteinsson, Grunnskóla Siglufjarðar. 3. verðlaun Vestfjörðum ÞJÓÐFÉLAG ÁN ÞRÖSKULDA Aðgengi fatlaðra á Tálknafirði Eftir athugun mína á opinberum stofnunum í bænum mínum er eins gott að ekki býr neinn á Tálknafirði sem er í hjólastól eða á mjög erfitt um gang. Við hefjum förina með því að fara á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps. Þar eru 5 tröppur upp að úti- dyrum, þá tekur við þröngur gangur, og ekki bein leið inn úr honum. Pósthúsið er eina byggingin sem hefur skáhalla upp að útidyrum en þá er hurðin svo þung að ekki er hægt að opna hana sitjandi í hjólastól. Önnur hurð er þar fyrir innan sem þarf að komast um áður en komið er í afgreiðslusalinn Þá er það afgreiðsla ESSO á Tálknafirði, þ.e. Esso Nesti. Þar opnast hurðin út og taka við 4 tröppur sem ekki væri auðvelt að komast upp með hjólastól þó að 2 aðstoðarmenn væru með. Vildum við fara frá Tálknafirði þurfum við að komast á afgreiðslu Flugleiða og Samskipa, sem eru á sama stað. Þar komumst við inn í gang en þurfum síðan að fara upp langan, brattan stiga til að ná tali af umboðsmanni. Frystihúsið er í 40 ára gömlu húsi og er allt á 3 eða 4 hæðum með engri lyftu, bara stigum. Sama er að segja um hitt fiskvinnsluhúsið, þar er kaffi- stofan uppi á lofti og vinnsluaðstaða á tveimur hæðum. A þessu má sjá að ekki væri auðvelt fyrir fatlaða manneskju að komast um og lifa eðlilegu lífi á Tálknafirði. Kristján Helgi Jónsson, Grunnskóla Tálknafjarðar. SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.