Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Síða 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Síða 16
hefur alltaf verið gert ráð fyrir því að tekjutryggingin lækki, ekki samsvar- andi heldur smám saman. Margir þeir sem hefja töku lífeyris í dag hafa að jafnaði greitt í aldarfjórðung í lífeyris- sjóð sinn en ekki í 40 ár, sem myndi veita þeim full réttindi. Aðrir hafa hins vegar full réttindi og sumir minni. Fyrri hópurinn og þeir sem hafa minni lífeyrisréttindi þurfa á tekjutryggingunni að halda að sumu eða öllu leyti. Þeir sem hafa full líf- eyrisréttindi horfa upp á samborgarana fá sinn hlut bættan upp með tekju- tryggingu og spyrja hvort þeir hafi verið að létta á ríkissjóði með ið- gjaldagreiðslum sínum. Þetta hefur hins vegar frá upphafi verið ákveðið og tímabundið hlutverk tekjutrygging- ar. Nýir lífeyrisþegar framtíðarinnar munu með auknum lífeyrisréttindum hafa síminnkandi rétt til tekjutrygg- ingar. Þar með mun svigrúm ríkissjóðs til að sinna þeim örorkulífeyrisþegum sem aldrei hafa haft tækifæri til að safna réttindum í lífeyrissjóðum aukast, annað hvort með auknum bein- greiðslum eða með iðgjaldagreiðslum í lífeyrissjóði þeirra vegna. Sjúkrahús Reykjavíkur Miklar umræður hafa orðið á þessu ári um fjárhag Sjúkrahúss Reykjavíkur Nýir lífeyrisþegar framtíðarinnar munu með aukn- um lífeyrisréttind- um kafa síminnk- andi rétt til tekju- tryggingar. en undir það heyrir Grensásdeild þar sem margir hreyfihamlaðir hafa notið endurhæfingar sl. aldarfjórðung. I ljósi þess var ráðherra spurður: Sjúkrahús hefur skyldur sem bráðasjúkrahús. Ef að því er þrengt er eina leiðin að skera niður á endurhœf- ingar- og langlegudeildum. Nú er þriðja sparnaðarhrina ársins í gangi og ef hún tekst vantar samt 100 millj- ónir um næstu áramót að viðbœttum 85 milljónum frá síðasta ári. Um þetta er ósamið, fœr spítalinn þetta fé eða má búast við að stjórnendur verði krafðir um aukinn sparnað á næsta ári? Fyrir tveim mánuðum var gert samkomulag við sjúkrahúsin í Reykja- vík um þjónustu og fengu þau hálfan milljarð króna í aukafjárveitingu til viðbótar við þá tólf sem fyrir voru á fjárlögum þessa árs. Varðandi Sjúkra- hús Reykjavíkur var tilgangurinn með hinni auknu fjárveitingu einmitt sá að verja öldrunar-, endurhæfingar- og geðsvið sjúkrahússins fyrir samdrætti. Sjúkrahús Reykjavíkur hefur bæði skyldur sem bráðasjúkrahús og öldr- unarsjúkrahús. Það er ekki hægt að ganga út frá því að þróunin hætti og ekkert nýtt komi til. Það er staðreynd að á heilbrigðissviðinu eru sífellt að koma ný úrræði í meðferð, tækni og lyfjum, sem oftar en ekki hafa meiri kostnað í för með sér en bjóða jafnoft upp á meiri vinnuhagræðingu, lægri kostnað og styttri meðferðartíma fyrir sjúklinginn. I erfiðum rekstri reynir mjög á hæfileika stjórnenda stórra heilbrigðisstofnana að nýta sér þessa þróun til þess að ná fram meiri hag- ræðingu bæði fyrir sjúklinga og starfs- fólk. Þá er mikilvægt að ná fram lækk- un á kostnaði við yfirstjórn sjúkrahús- anna með aukinni samvinnu og sam- hæfingu. Samkomulagið gerir ráð fyrir samhæfingu stóru sjúkrahúsanna þannig að hagræðing náist í rekstrin- um án þess að það komi niður á þjón- ustunni. Hvernig sér ráðherra fyrir sérfram- tíð endurhœfingar á SHR og Grensás- deildinni? Grensásdeildin hefur verið treyst í sessi sem endurhæfingardeild, sem rekin verður í samvinnu Sjúkrahúss Reykjavrkur og Ríkisspítalanna. Þetta er aðeins einn liður af mörgum, þar sem leitað verður hagræðingar með sí- fellt nánara samstarfi sjúkrahúsanna. Rætt hefur verið um sameiningu sjúkrahúsanna án þess að gerð hafi verið úttekt á kostum hénnar og göll- um. Nú á að gera hana fyrir 1. apríl 1997. Hefði ekki átt að vera löngu búið að þessu? Nú í fyrsta sinn er samkomulag milli eignaraðila um að láta vinna út- tekt á þessu. Það er mikilvægur áfangi sem hefði átt að nást fyrir mörgum árum. Útgjöld til heilbrigðismála Oft er rætt um að stöðugt renni aukið fé til heilbrigðismála, en stað- reyndin er sú að mun meira fé rann til sjúkrahúsanna árið 1988 en í fyrra, „Getur þaö kallast niöurskurður aö bæta 5 milljörðum króna eöa 11 prósentum viö málaflokkinn á tveimur árum?“ w SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.