Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 11
Hreyfihömlun þarf ekki endilega aö hindra menn í jöklaferöum. jafnvel enn meira gildi fyrir mig nú en áður, reyndar öðruvísi ferðir með breyttu sniði. Ferðir hafa oft meira gildi fyrir fatl- aða en þá ófötluðu, sem fjölbreyttari tækifæri hafa til tómstundaiðkana. Það er þó ljóst að þau ferðalög og sá ferða- máti sem hentar ófötluðu fólki passar ekki nema litlum hluta fatlaðra. Á það bæði við um farartæki, gistiaðstöðu, ferðafyrirkomulag og aðstoð af ýmsu tagi meðan á ferðalaginu stendur. í okkar tryggingakerfi er viðurkennt að greiða beri að verulegu leyti kostnað vegna ferða fatlaðra til og frá vinnustað eða sjúkrastofnun, en þau aukaútgjöld sem fatlaðir greiða umfram ófatlaða í öðrum ferðum verða þeir sjálfir að bera. Þar sem fatlaðir tilheyra í flestum tilvik- um tekjulægri hópum þjóðfélagsins þá verða einmitt þau aukaútgjöld sem stafa af fötluninni oft til þess að þeir hafa ekki ráð á að ferðast. Við komum aftur og aftur að misréttinu, sem stjómarskrá okkar og lög ættu að vemda okkur fyrir, en gera ekki. Ef til vill finnst einhverj- um að jafnrétti til ferðalaga komi aftar í forgangsröðinni, en margar af þeim leiðréttingum annarra mannréttinda- brota sem framin eru á fötluðum ættu að koma á undan; atriði sem oft tengjast frumþörfum og frumrétti hvers manns til að lifa með lágmarksreisn. Það er að mörgu leyti rétt, en skoð- um málið nánar. Setjum svo að eitt fatl- að bam sé í hópi ófatlaðra systkina. Er þá rétt að takmarkaðir möguleikar og þörf á aðstoð við ferðalög fatlaða systk- inisins takmarki ferðalög hinna? Þannig skerðir fötlun þessa einstaklings frelsi annarra í fjölskyldunni. Sama gildir þegar eitt sérstakt orlofshús eða orlofs- íbúð er sérbúin fyrir fatlaða, þá beinir þessi séraðstaða fjölskyldu hins fatlaða í þetta tiltekna hús, í stað þess að öll hús- in séu þannig úr garði gerð að fatlaðir geti beitt þeirri hæfni sem hver og einn hefur til að vera svo sjálfbjarga sem hann má. Að vissu leyti má líta á samfé- lagið sem fjölskyldu, þannig að tak- mörkun á gagnkvæmum samskiptum þegnanna sé frelsisskerðing allra. Því má segja að afmörkun og skerðing á tækifærum til ferða, sem eins mikilvæg- asta samskiptaþáttar í lífinu, sé skerðing á samskiptum allra, og þar með frelsi þegnanna. Auðvitað er mér ljóst að fötlun mun ætíð, reyndar í mismiklum mæli, á- kvarða ferðamáta og ferðaáhuga fatl- aðra. En það eru þær hindranir sem af öðrum toga eru spunnar en af fötluninni sjálfri sem ráða mestu um hvort og hvernig fatlaðir ferðast. Hverjar eru þessar hindranir ? Sú langstærsta að mínu mati er bundin kostnaðinum. Það eitt að fatlaðir geta í fæstum tilvikum ferðast einir, tvöfaldar kostnaðinn og jafnvel marg- faldar. Þá verður sá fatlaði oftar en ekki að kaupa dýrari ferðir, akstur, gistirými o.fl. Sjaldan heyrir maður nefnda aukna umsetningu, meira sölumagn og dýrara fyrir þá sem selja fötluðum ferðalöngum ferðir og þjónustu. Ekki þætti mér óeðlilegt að unnt væri að bjóða fötluðum hagstæðara verð bæði á ferðum og þjónustu þegar fyrrgreind at- riði eru höfð í huga og ætti að skoða það af fullri alvöru. Meginatriðið er þó viðurkenning á sama rétti fatlaðra til ferðalaga og ann- ara þegna. Til þurfa að koma öflugri sjóðir, sem hafa það hlutverk að greiða niður þann mismun sem er á milli ferða fatlaðra og ófatlaðra. Einnig finnst mér eðlilegt að löggjöfin heimili fötluðum að fá aukaútgjöld sem þeir bera dregin frá skatti. Reyndar þyrfti það sama að gilda um fleiri aukaútgjöld fatlaðra. Takmarkanir sem felast í slæmu að- gengi er einn af stærstu farartálmunum og verður það aldrei nægilega brýnt fyr- ir fólki, að bætt aðgengi auðveldar sam- skipti allra og ætti einnig að auka sölu og hagnað allra þeirra aðila sem vilja selja fólki þjónustu sína, óháð litarhætti og líkamsburðum. Á Norðurlöndum hefur ríkt meiri skilningur á málefnum fatlaðra en ann- ars staðar í heiminum og þar hefur að- staða fatlaðra smátt og smátt batnað til þáttöku í daglegum athöfnum. Þörfum fatlaðra til ferða og dvalar í sumarleyfum hefur verið mætt á ýmsa vegu. Svíar hafa það fyrirkomulag að ríkið greiðir þann mismun sem ferðalag fatl- aðra kostar umfram ófatlaðan, útbúin hefur verið sumardvalaraðstaða í fal- legu umhverfi fyrir fatlaða, ýmis konar þjónusta er starfrækt í tengslum við ferðir með áætlunarbílum, lestum og flugvélum. Árangur á þessu sviði verður ævin- lega háður baráttugleði og góðri sam- stöðu samtaka fatlaðra, og einnig því á hvern hátt, hvar og hvernig þeir koma sjónarmiðum sínum á framfæri við al- menning og stjómvöld. Jón Hlöðver Askelsson. SJÁLFSBJÖRG O

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.