Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 22
í tengslum við sýningu á verkum úr hugmynda- samkeppninni á Sauðárkróki var formaðurinn, Anna Þórðardóttir, heimsótt. Myndirnar á þessum veggjum eru eftir eiginmann hennar, Þórhall Filippusson. Hugmyndasamkeppni Sjálfsbjargar meðal skólabarna Hringferðinni um landið er lokið Þriðja og síðasta hluta hug- myndasamkeppninnar undir kjörorðinu „Þjóðfélag án þröskulda" er lokið. Hringferðinni um landið lauk í október í fyrra með þátttöku grunnskólabarna í 6. bekk á Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið með hugmyndasam- keppninni var að fræða ungu kynslóðina um málefni hreyfihamlaðs fólks og var sami háttur hafður á samkeppninni um allt land. Bömin fengu m.a. að kynnast einum degi í lífi 10 ára hreyfihamlaðrar stúlku af myndbandi og fengu kynning- arbækling um keppnina og málefni hreyfihamlaðs fólks. Þeim var gefið málband, en á því kemur fram hver lág- marksbreidd hurðarops þarf að vera til að maður í hjólastól komist þar inn. Auk þess fengu foreldrar bækling til kynningar. Verkefnavinna barnanna fólst í að svara spumingum, skrifa texta um hreyfihömlun og teikna mynd. Fjölmörg börn tóku þátt í sam- keppninni að þessu sinni og sendu inn myndir og texta í bundnu og óbundnu máli. Afraksturinn sýndi ótvírætt að fræðsla um málefni hreyfihamlaðra jók innsæi og skilnin^ barnanna á stöðu hreyfihamlaðra á Islandi í dag og þau lágu ekki á liði sínu að benda á hverju þarf að breyta til að skapa þjóðfélag án þröskulda. Að þessu sinni prýðir forsíðu blaðs- Verólaunahafar á Vesturlandi viö opnun sýningararinnar í Stykkishóimi. ÞJÓÐFÉLAC ÁN ÞRÖSKULDA Hugmyndasamkcppni 6. bckkjar ncmcnda a Noróurlandi veslra Vinningshafar á Noröurlandi vestra meö verölaun sín. SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.