Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 34
34 í elli sinni. — Greiðan er gjörð sem flestar fornar greiður úr hrein- dýrshorni eða svipuðu hornbeini af skyldum dýrum, feldar saman þynnur milli tveggja spanga eða kinna, og siðan sagaðar í tennur. Kinnarnar hafa verið laglega skreyttar með grepti, skáhyrndum smá- rúðum; þær eru bognar ofan og kúptar utan; vantar dálítið af báðum endum, einkum þó öðrun, en greiðan virðist hafa verið um 20 cm. að lengd; en nú 16,0, og 4,4 að breidd; 5 tennur á 1 cm., 2,3 að lengd. Hefir verið vönduð, og lítið slitin, er hún var lögð í jörðina. — Spennurnar eru báðar eins; lengd 10,9, br. 6,8 cm. Þær eru af sömu gerð og fjöldamargar aðrar, sem fundizt hafa í Noregi og eru taldar vera frá 10. öld.1) Innan-í þeim eru leifar af ljósleitum linvefn- aði, einskeptu, og dökkleitu vaðmáli, sennilega úr serk og kyrtli kon- unnar, og enn fremur af tygli, sem spennunum hefir verið á einhvern hátt fest við jafnframt. — Armbaugurinn er kringlóttur, 6 cm. að þverm. að innan, og er þar flatur, en 7,7 að utan, og er þar kúptur; hann er 1,2—1,5 að breidd; dálítið skemmdur; hefur flagnað af honum á einum stað einkum. Ekki er kunnugt, að þess konar baugur hafi fundizt áður hér á landi né á Norðurlöndum. — Klippurnar eru ekki heilar; vantar framhluta blaðanna, og álmurnar brotnar; sennilega hafa klippurnar verið um 16 cm. að lengd og hvort blað um 2 cm. að breidd. — Hnífblaðið er 8,5 að lengd; breidd 2,5 mest, aptan-til, bakkinn dálítið boginn fram i odd, en eggin nær bein; tanginn hefir verið flatur, og er lítið eptir af honum. Hefir þetta sennilega verið mathnífur. — Annar járnhringurinn er um 5,5 að þverm., og er typpi á honum á einn veg; hinn er um 3,3 að þverm. og er grannur og lítt vandaður; óvíst er um, til hvers þessir hringir hafa verið notaðir. — Járnbrotið annað er neglt við tré; það er 5,7 að lengd og 3,5 að breidd mest, er þunnt og kann að vera skafablað, sem fest hafi verið á tréskapt; hitt járnbrotið er með dúkfari í ryðskáninni; það er 6,8 cm. að lengd, um 1,5 að breidd, dálítið ávalt og ibogið. Brotsár á báðum endum. — Er þessi forndys með hinum merkari, sem fundizt hafa hér á landi. 4. Dysjar hjá Staðartungu i Hörgárdal. Við vegargerð vestan við bæinn í Staðartungu vorið 1932 var tekinn ofaníburður úr litlum hól norðan-við veginn. Heitir hóll þessi Mannhóll, og voru munnmæli um, að þar hefði orðið vart við reimleika. Vestan-til í hólnum fundust mannabein, er tekinn var ofaníburður, og skrifaði Eiður Guðmundsson, bóndi á Þúfnavöllum, mér um það 1) Jan Petersen, Vikingetidens smykker, bls. 58, nr. 51 a.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.