Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 71
71 arinnar af hálfu eyjarskeggja. Kærir séra Snorri Helgason, prestur í Vestmannaeyjum, yfir því til biskups, að einn formaður hafi í tvö ár neitað að greiða tíundina, og gekk árið 1491 dómur 12 presta um þetta mál, og komust þeir að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt gömlum bréfum eigi nú eins og að undanförnu, að greiða 10. hvern fisk af allri skreið, sem komi á land, til prestanna og kirkjunnar. Samþykkti Stefán biskup þennan dóm.1) Skömmu eftir að Gizur biskup tók við biskupsdómi, árið 1545, gerðu konungsmenn tilkall til tíundarinnar, en hann lét dóm ganga um málið, og dæmdu dómendur prestunum tíundina.2) Ekki er í þeim dómi minnst á þriðjung þann, er runnið hafði til Skálholtskirkju. Dóm- ur þessi mun eiga við alla tíundina, og hafa því konungsmenn haft hann að engu, að því er Árni Magnússon segir, og hirt tíundina. Löngu seinna, árið 1777, lét konungur prestunum eftir þriðjung þennan af tíundinni, fyrst um sinn til 6 ára,3) og var það endurnýjað til 3 ára 1783.4 5) Þá voru fiskleysisár og prestarnir því tekjulitlir. Ennfremur lagði Árni Magnússon til, að erfingjar Anders Svend- sen verði látnir taka þátt í byggingarkostnaðinum, og þeir, er síðar hafi haft fé kirkjunnar með höndum. Þessar tillögur Árna virðast hafa fengið lítinn byr um sinn. Árið 1717 var kirkjan orðin ærið hrörleg, og var þá loks byrjað á nýrri kirkjubyggingu.6) Því verki var lokið 1723,6) og var kostnað- urinn við bygginguna goldin af tekjum kirkjunnar og samskotafé, en að mestu leyti af konungi.7) Má telja víst, að þátt-taka ríkissjóðs hafi til komið vegna kvartana Árna Magnússonar á meðferðinni á fé kirkjunnar. Síðar, þegar reist var hin mikla steinkirkja, sem enn stendur, var byggingarkostnaðurinn greiddur úr ríkissjóði, vegna þess að kirkju- byggingin 1717—1723 var greidd af honum.8) Eins og kunnugt er, tók Hörmangarafélagið verzlun i Vestmannaeyium og annars staðar hér á landi á leigu um miðja 18. öld. Með félaginu og Henrik Ocksen stiftamtmanni reis þá deila um viðhald Landakirkju. Hélt hann því fram, að þeim bæri að sjá um viðhald kirkjunnar á sinn kostnað,1) eins og 1) Dipl. ísl. VI., 757-758. 2) Dipl. ísl. XI., 436-437. 3) Lovsaml. f. ísl. IV., 393 - 396. 4) Lovsaml. f. ísl. IV., 743, og með tilsk. 26. apr. 1786 eru þeir látnir halda tíundinni, þar til öðru vísi verði ákveðið, Lovsaml. f. ísl. V., 255. 5) Alþ. b. ísl. IV., 32. 6) Alþ.b. ísl. IV., 34. 7) Lovsaml. f. ísl. II., 729-730. 8) Lovsaml. for Isl. II., 729.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.