Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 63
63 það, að þessi mikla sjósókn hafi endað snögglega, eða lagzt niður á tímabili. Skammt fyrir austan tangann er vik ein, sem heitir Ölvishöfn; þar hefir verið góð lending til forna, en þar er nú uppkastað. — Önnur vík er austur-við Þvottá, sem heitir Styrmishöfn, og hefir þar verið útræði til þessa. Það eru til sagnir um það, að á landnáms- öldinni hafi bræður tveir siglt frá Noregi til íslands, á sínu skipi hvor, og hafi þeir heitið Ölvir og Styrmir; er sagt, að þeir hafi lagt skipum sínum í þessar víkur, og að þær beri þeirra nafn síðan. Austast í Hvalness-landi er nes, sem kallast Krossanes, og Krossanesstindur heitir fjallið þar fyrir ofan. Ekki veit ég, af hverju nesið dregur þetta nafn. Austurhorn er nú hér í daglegu tali kallað Tófuhorn, og er það nafn svo tilkomið, að þegar tófan var hér eins og fénaður, þá kom hún fram á hornið, þegar hún var að kalla á maka sinn; þóttu það ófögur hljóð, sem hún rak upp í myrkrinu á kvöldin; heyrðist þá oft tekið undir langt burtu í fjarska, og héldu þær svo áfram að gagga, þar til báðar voiu komnar út á hornið. Tvær urðir eru hér ægilega stórar; heitir önnur Stekkjartúnsurð,. dregur nafn af stekk, þar sem lömbum var stíað frá ám; er sagt, að hún hafi hrapað öll í einu, þegar Tyrkir komu og rændu hér, og að þá hafi þeir orðið hræddir og hætt við að ræna sveitina. — Hm urðin heitir Kolbeinsurð; fékk hún nafn sitt af útilegumanni, sem hélzt þar við um tíma, þar til hann var flæmdur burt þaðan; hafðist hann svo við á ýmsum stöðum, lenti síðast að Vesturhorni og var drepinn þar að endingu. Enginn vissi nein veruleg deili á þessum manni. Hann gerði ekkert illt af sér annað en að stela sér mat,. en allir voru mjög hræddir við hann, því að hann gekk með langan atgeir sér við hlið og skildi hann aldrei við sig, — nema einu sinni, er hann skildi hann eftir fyrir utan helli sinn á Horni; stukku þá sjómenn til, náðu atgeirnum og drápu Kolbein svo með hans eigin vopni. En yfirleitt mæltist það verk illa fyrir, þótt sumir yrðu fegnir_ Það er sagt, að Kolbeinn hafi komið í réttirnar á haustin, tekið tvo fullorðna sauði, krækt þeim saman á hornunum, sett þá svo yfir axlirnar á sér og farið burt með þá, og hafi enginn þorað að meina honum það. Hann kvað hafa verið stórfenglegur í sjón, en fremur góðlegur á svip. Það kom einnig fyrir á vertíðinni, að hann kom í fjöru, þegar bátarnir voru að róa á sjó, og er sagt, að þá hafi hann stokkið upp i einhvern bátinn og verið í stafni, og svo stokkið upp úr, og tekið hlut sinn þegjandi. Hann svaraði fáu, þótt yrt væri á hann. En svo tóku menn eftir því, að það var happ að hafa hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.