Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 69
69 samþykkt, enda er orðalagið mjög líkt hjá þeim öllum og á sam- þykktinni, Hefur nafn kirkjunnar óefað villt þá. Hitt er fjarri að halda, að kirkjan hafi altaf staðið þar, sem nú er kirkjugarðurinn, vegna þess að kirkjugarðsleifar1) hafa fundizt að Fornu-Löndum. Kirkjan, sem byggð var 1631, kostaði 7 lestir, 4 hundruð og 106 fiska2) eða 185 ríkisdali og 12 skildinga. Var hún byggð fyrir kirkjufiskinn og samskot eyjarbúa og kaupmanna. Þó gjafir til kirkjunnar væri allmiklar og stöðugar tekjur, var kostnaðurinn ekki greiddur að fullu fyr en 1641. Frá því 1631 og fram á þennan dag er til nær óslitið reikningshald kirkjunnar, og mun það eins dæmi. Reikningabókin frá 163k—1704 er nú geymd í Þjóðskjalasafni í af- riti, og einnig næsta bók á eftir, sem byrjar 1717.3) Má af bókum þessum sjá, hversu verið hefur um tekjur kirkjunnar og gjöld frá ári til árs, hverjir gefið hafa kirkjunni og hvernig tekjum hennar hefur verið varið. Þegar Árni Magnússon var hér á landi við samn- ing jarðabókarinnar, athugaði hann (1705) reikningshald Landakirkju4), og verður smám saman eftir þvi, sem við á, vitnað til ummæla hans um það. Kirkjan, sem byggð var 1631, stóð mjög lengi, en var alloft endurbætt að nokkru. T. d. var gert við hana 1643, 1646 og 1662, og ennfremur var gjört allmikið við hana á árunum 1673—1675, auk smærri viðgerða. En árið 1686 var kirkjan rifin niður að mestu. Þá færir Anders Svendsen kaupmaður inn í reikningabókina, að kirkjan hafi verið endurbyggð úr nýjum viði og klædd að öllu með borðum. Segir Árni Magnússon, að endurbygging þessi hafi kostað, eftir því, sem hann kemst næst af reikningabókinni, 4 lestir, 2 hundruð og 89 fiska, sem sé í peningum rúmir 106 ríkisdalir.5) Þessi kirkjubygging var lagfærð 1703. Þegar Árni var í Vestmannaeyjum árið 1704, skoð- aði hann kirkjuna, og átti tal við þá, sem unnu að endurbygging- unni árið 1686. Skýrðu þeir honum frá því, að mest af viðinum, sem notaður var í kirkjuna, hafi verið gamall, og úr gömlu kirkjunni. Sá viður, sem átti að heita nýr, hefði legið í 3 ár inni í kirkjunni, en vegna þess, að þar hefði ekki verið hægt að halda honum þurrum, hefði hann verið fluttur undir Skiphella og legið þar heilan vetur áður en hann var notaður.6) Svona hefði efnið í bygginguna verið. 1) Árb. Fornl. 1913, bls. 62. 2) A. M. Embedsskrivelser, bls. 350. 3) Alþ b. ísl. IV., 32. 4) A. M. Embedsskr., bls. 352—353. 5) A. M. Embedsskr., bls. 352. 6) A. M. Embedsskr., bls. 352.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.