Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 51
51 hann á aðra tótt eða kofa, við vatnið: »Fra söens sydside skyder et större næs sig frem; ved foden af dette, mod vest, stár ved en vig af söen en större forfalden græstörvshytte; denne skal dog være af en nyere oprindelse, og har maaske oprindelig tjent til ly for de bönder, der navnlig tidligere hver sommer drog herop for at fiske; nu skal den stundom benyttes af rejsende«. Þetta kofahróf hefir Kálund Iíklega skoðað, og sagt að öllu leyti rétt frá því. Þar sem Fornritafélagið er nú að undirbúa útgáfu af Grettissögu, þótti mér nauðsyn á að athuga þau tvö Grettisbæli, er enn voru lítt athuguð; fór ég því út í Drangey sumarið 1934 og síðast-liðið sumar upp að Arnarvatni. Af því að þar var hið fyrsta »bæli« Grettis, þykir mér eðlilegra að skýra hér fyr frá því en hinu, í Drangey, er var hið síðasta. Allur norðurhluti Arnarvatnsheiðar heitir Aðalbólsheiði, því hann var í landi Aðalbóls í Austurárdal, allt þangað til, er hann var seldur undan fyrir hér um bil 30 árum sem sameiginlegt afréttarland, — eins og Aðalbólsheiði hafði raunar ætíð verið, gegn ákveðnu gjaldi til jarðareiganda. Arnarvatn stóra, og fleiri vötn, eru á Aðal- bólsheiði; áttu Aðalbælingar þar alla veiði; var veiðiréttur ekki und- an skilinn, er heiðin var seld, en Aðalbælingar hafa síðan haft hann á leigu og stundað, ásamt mönnum frá öðrum efstu bæjunum í Austurárdal, veiði i stóra Arnarvatni árlega. Þótti mér réttast að fara að Aðalbóli og njóta fylgdar þaðan suður að vatninu, og tilsagn- ar. Ók ég því norður að Núpsdalstungu 7. Ágúst og reið þaðan að Aðalbóli. Varð ég að dveljast þar næsta dag, en fór 9. s. m. upp að vatninu, og veitti Benedikt Jónsson, óðalsbóndi á Aðalbóli, mér ágæta fylgd og tilsögn; er hann, sem vita má, manna kunnugastur á heiðinni, — Er við vorum húnir að koma okkur og hestum okkar fyrir norðan-við vatnið, skammt frá veiðimannaskála þeirra Aðalbæl- inga, sem þar stendur á nesi einu litlu, rérum við suður yfir vatnið, því að ég vildi gera þar dálitlar rannsóknir einnig, svo sem ég mun brátt skýra frá. Að loknum þeim rannóknum fórum við norður yfir aptur, náðum í hestana og riðum austur fyrir vatnið; er það all-lang- ur vegur; heitir þar Atlavík, sem myndar norðaustur-horn vatnsins, og verður að fara austur-fyrir hana. Sunnan við hana gengur all- mikið nes út í vatnið, og er þar Grettishöfði fremst. Við riðum austan höfðans og þá niður að vatninu, víkinni, sem Kálund getur um; er hún við höfðann að sunnanverðu, en sunnan-við hana gengur út í vatnið hið litla »nes«, sem Kálund nefnir einnig. Þetta »nes« er mjór og lítill tangi, sem einnig er kenndur við Gretti, heitir Grettistangi. Sunnan- og vestan-við hann er stór vík, sem myndar suðaustur-horn 4*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.