Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 9

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 9
Rristnihald undirjökli - í máli og mynd að ræða þýðingu úr ritmáli yfir á samsett táknkerfi kvikmyndarinnar, þar sem atburðasvið og persónur birtast áhorfanda, umhverfishljóð og tónlist berast honum til eyrna og harrn hlýðir á samræður persóna, auk þess sem rödd sögumanns heyrist „utan frá“ í sumum myndum (þ.e. með innröddun, e. ,,voice-over“). Hið síðastnefnda er tækni sem ýmsum kvikmyndamönnum er í nöp við, þar eð þeir telja hana fjarri „sérhæfni" kvikmyndamiðilsins. Eg held þó að neikvætt viðhorf til inn- röddunar skýrist kannski fyrst og fremst af vissum raunsæisáherslum; menn vilja ekki rjúfa þá blekkingu að það sem fyrir augu ber standi sjálfstætt sem bein framsetning veruleikans. Ixmröddun truflar þessa tálsýn og minnir á að kvikmyndin býr yfir og byggist á flóknu samspili táknkerfa sem m.a. auðvelda ferðalög fram og aftur í tíma. Með inn- röddun er yfirleitt verið að hleypa rödd úr annarri tímavídd inní myndskeið, en þar með er áhorfanda/áheyranda einnig á vissan hátt lyft „upp úr“ viðkomandi sviðsetningu. Röddin virkar líkt og rödd sögumanns í skáldsögu og því er þetta tækni sem minnir á að kvik- myndin er öðrum þræði bókmenntaform. Kvikmyndin og sagan eiga sér jafhframt marga snertifleti í frásögninni, ekki síst í skipan og inn- byrðis sambandi fléttu og föflu.4 Sem bókmenntaform er kvikmyndin þó ekki síður hliðstæð leikritinu. Leikrit eru, sem lesefni, veigamikill þáttur heimsbókmenntanna og í raun er ekkert sem kemur í veg fyrir að kvikmyndarit séu einnig lesin sem bókmenntaverk. Það hefur raun- ar færst nokkuð í vöxt að kvikmyndatextar séu settir á bókamarkað, þótt þeir séu auðvitað mun sjaldgæfari en leikrit. Millitextar í þessu sambandi er rétt að taka fram að skáldsaga, sem kvikmynd er gerð efdr, er ekki hið ritaða bókmenntasnið myndarinnar - og sama gildir um skáldsögu sem er efhiviður leikhúsverks. Kvikmynd byggir allajafna á handriti - ritverki sem kann að vísu að taka einhverjum breyt- ingum á meðan myndin er í töku og vinnslu. Þegar um er að ræða slíkt handrit sem gert er eftir skáldsögu má líta á það út af fýrir sig sem móti kemur að vissu leyti að þessi skáldsaga Laxness festist jafnffamt í sessi sem menningarlegt kennileiti. 4 Sbr. Jakob Lothe: Narrative in Fiction and Film. An Introduction, Oxford: Oxford Un- iversity Press 2000, s. 11-71. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.